Hestamannafélagið Þjálfi

Skýrsla stjórnar 2011

Ársskýrsla stjórnar

Hestamannafélagsins Þjálfa 2011

 

 


 

 

Starfsárið 1. janúar  2011 - 1. janúar  2012

 

 

 

 

 

 

Stjórn Þjálfa:

Marinó J. Aðalsteinsson formaður

Erlingur Ingvarsson varaformaður

Þórarinn Illugason gjaldkeri

Bryndís Ívarsdóttir ritari

Snorri Kristjánsson meðstjórnandi

 

Æskulýðsnefnd:

Gunar Óli Hákonarson - formaður

Sigríður Atladóttir

Birna Hólmgeirsdóttir  ritari

Oddný Lára Guðnadóttir

Bryndís Ívarsdóttir gjaldkeri

 

Aðrar nefndir Þjálfa: 

Einarstaðamót: hefur umsjón með framkvæmd Stórmóts Þjálfa á Einarsstöðum.

Benedikt Arnbjörnsson, formaður

Ásvaldur Þormóðsson

Flosi Hrafnsstöðum

Ásta Gísladóttir

Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Sigurður Lækjavöllum

Óli Antons Sandhaugum

 

Firmakeppni: hefur umsjón með framkvæmd Firmakeppni Þjálfa á Einarsstöðum

Agnar Kristjánsson, formaður

Diljá Óladóttir

Valþór Þráinsson

Sigurður Hálfdánarson

Auður Jónsdóttir

Linda Björk Ómarsdóttir

 

Vallarnefnd: hefur umsjón með félagssvæði Þjálfa á Einarsstöðum.

Kristján Sigtryggsson

Úlfar Vilhjálmsson

 

Reiðvega nefnd: hefur umsjón með reiðvegum; viðhaldi og nýjum á félagssvæði Þjálfa.

Kristján Snæbjörnsson

Arngrímur Geirsson

 

Mývatn open 2012:  hefur umsjón með framkvæmd Ísmóts Þjálfa í Mývatnssveit.

Marinó Aðalsteinsson, formaður

Erlingur Ingvarsson

Gunnar Óli Hákonarson

Birna Hólmgeirsdóttir

Ásdís Erla Jóhannesdóttir

 

Æskulýðsdeild ÞJÁLFA 2011

Starfsskýrsla:

 

         Umsvif æskulýðsdeildarinnar hafa verið eitthvað minni á árinu 2011 en 2010  Skráðir félagar í Þjálfa eru samtals 134 og þar af eru 63 yngri en 21 árs.

 

Stjórnina 2011 skipuðu:

 

Gunar Óli Hákonarson - formaður

Ásta Gísladóttir

Birna Hólmgeirsdóttir

Linda Björk Ómarsdóttir

Bryndís Ívarsdóttir

 

         Starfsárið hófst með opnum degi í Torfunesi í nóvember 2010, þar sem við höfðum "reiðtygjadag".  Félagsmenn komu með hnakka, beisli, skó og annað sem tengist hestamennskunni og fengum við Diljá Óladóttur til að fara yfir meðferð og hreinsun á reiðtygjum.  Buðum við uppá leðursápu og leðurfeiti, öllum að kostnaðarlausu.  Þetta mæltist vel fyrir og komu milli 10 og 15 krakkar.  Einnig auglýstum við "skiptimarkað", þ.e.a.s. æskulýðsdeildin býðst til að hafa milligöngu um að krakkarnir geti skipt út of litlum, eða lítið notuðum reiðfatnaði, og keypt notað.

Reiðmennskan er ekki beinlýnis ódýrt sport og hefur þetta mælst vel fyrir.

 

         Við héldum áfram með opna daga í Torfunesi, sem urðu alls 3; í janúar,  febrúar, og mars.   Á opnum dögum, eins og árið 2010,  tekur æskulýðsdeildin  reiðhöllina á leigu í 3-4 tíma og geta þá börn og foreldrar komið með sýna hesta, eða leigt hesta hjá Baldvin  og notað aðstöðuna.   Sjaldnast hefur fjöldi gesta farið niður fyrir 20 og uppí 36.  Kjötsúpan er að sjálfsögðu í boði á opnum dögum, enda hluti af dagsskránni að hittast og spjalla yfir góðum súpudiski.  Hafa sprottið upp góð kynni á milli foreldra og barna á þessum dögum.  Þetta hefur verið uppistaðan í starfi deildarinnar á árinu.


 

Reiðnámskeið var haldið í Torfunesi fyrir eldri krakkana 19. mars og tóku 4 stelpur þátt.  Kennari var Veronika Gspandl, verknemi frá Hólum.  Hún var einnig með námskeið fyrir yngstu krakkana í apríl, en þátttaka var fremur dræm, sem dró þá úr frekari áætlunum um fleiri reið námskeið.  Var áhugi á fleiri reiðnámskeiðum kannaður á Facebooksíðu æskulýðsdeildarinnar, en áhugi virtist ekki vera fyrir hendi.  Flestar af eldri félagsmönnum deildarinnar stunda skóla á Akureyri og hafa verið í hestamennskunni þar, og skráð sig jafnframt í Létti.  Ein stúlka úr æskulýðsdeildinni lauk knapamerkjum nr. 1 og 2 á s.l. vetrri á vegum Léttis á Akureyri.  (Var reyndar ekki styrkt af Þjálfa.)  Fyrirhugað var reiðnámskeið fyrir Einarsstaðamót, eins og áður hefur verið boðið uppá, reiðkennari forfallaðist á síðustu stundu og ekki hægt að fá annan með stuttum fyrirvara.

 

         Að lokum má nefna að eldri félagsmenn (stúlkur) æskulýðs - deildarinnar komu að skipulagningu, undirbúningi og unnu á mótum Þjálfa, þ.e.a.s. á Myvatn Open og á Einarsstaðamóti og er það vel.  Þó nokkrir félagar æskulýðsdeildarinnar tóku þátt í Firmakeppni félagsins og 2 á Einarsstaðamóti og allir stóðu sig að sjálfsögðu með sóma.  Munum við stefna á gott reiðnámskeið á Einarsstaðavelli fyrir næsta Einarsstaðamót (og þar með Firmakeppni einnig) fyrir æskulýðsdeildina og stuðla þannig að því, að fleiri treysti sér til að taka þátt í keppnum félagsins.

 

Aðalfundur æskuýðsdeildarinnar var síðan boðaður á Staðarhóli þann 3. desember 2011  (sjá auglýsingu hér að neðan.)

 

**-------------**-----------**-----------**

 

ÆSKULÝÐSSTARF hestamannafélagsins ÞJÁLFA

 

Aðalfundur æskulýðsdeildar Þjálfa verður haldinn á Staðarhóli (Hlaðan),

Kl. 10:30 laugardaginn 26. nóvember. Dagsskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf,

starfið framundan, námsskeið eftir áramót, samvinna við hestamannafélagið

Grana og önnur mál.  Allir hjartanlega velkomnir.  Grjónagrautur og slátur í hádeginu

í boði stjórnar.  Sjáumst hugmyndarík og hress.

 

Stjórnin.

(Facebook  "Æskulýðsstarf Þjálfa" og  Þjálfi heimasíða "123.is/thjalfi")

  

 

Einarstaðamót - Stórmót Þjálfa:

Einn helsti viðburður félagsins er hið svokallaða Einarstaðamót, sem haldið er á félagssvæðinu á Einarsstöðum í Reykjadal, helgina eftir verslunarmannahelgina ár hvert. Keppt er í: tölti,  A-flokki, B-flokki, og barna-, unglinga- og ungmennaflokki.  Og einnig er keppt í öldungaflokki og skeiði.  Hefur þetta mót vaxið mjög hin síðustu ár og  höfðum við 193 skráningar  þetta árið.  Er þetta eitt vinsælasta hestamannamót á norð-austurlandi og komin hefð á að ríða í Einarsstaði, gjarnan öll fjölskyldan og taka þátt í mótinu.  Hefur félagið ekki haft skráningargjöld, heldur einungis aðgangseyrir á mótið.  Til stendur að breyta þessu fyrirkomulagi eitthvað og taka upp væg skráningargjöld.  Ekki er hægt að halda mót af slíkri stærðargráðu, öðruvísi en að félagsmenn taki höndum saman og leggi fram mikla sjálfboðavinnu.  Fyrir þetta mót, fór félagið í miklar framkvæmdir á umgjörð Einarsstaðavallarins sjálfs sem var mikið til bóta.  Til stendur að halda áfram að flikka uppá  félagssvæðið; vallarhúsið og snyrtingar.

 

Um kvöldið var svo að venju grillað við völlinn, fyrir keppendur og gesti (stórt samkomutjald var reist fyrir mótið) og brekkusöngur á sínum stað.  Veðrið fádæma gott og rigndi allt í kring um okkur, en ekki á okkur.  Mótið tókst vel í alla staði.

 

Firmakeppni:

13. ágúst 2011 var  hin árlega  Firmakeppni  Þjálfa.  Þar styðja fjölmargir aðilar í S-Þing. við félagið, en þetta mót er helsta mótið fyrir ALLA félagsmenn, unga sem aldna.  Elsti keppandinn var 77 ára og yngsti 8 ára. 

 

 

Yngsti keppandinn                                        Elsti keppandinn.

 

 

Fríður hópur yngstu knapanna á Firmakeppni Þjálfa 2011

 

Mývatn Open;

Er ísmóp Þjálfa, haldið á tjörninni við Skútustaði, yfirleitt aðra helgi í mars.  Mótið var haldið  12. mars 2011.  Alls voru 70 skráningar og keppt að venju í  tölti (2 flokkar meira og minna vanir) sérstakri stóðhestakeppni og skeiði.    Mótið fór mjög vel fram, margir áhorfendur mættir og veðurguðirnir okkur hliðhollir að vanda, frábært vetrarveður og fegurðin einstök í Mývatnssveitinni.  Lífleg verðlaunaafhending í kaffisamsæti í Selinu, þar sem borð svignuðu undan hnallþórum og öðru meðlæti.  Mývatn Open er styrkt af fjölmörgum félagasamtökum og einstaklingum á Norðurlandi og vegleg verðlaun í boði.  Mótinu lauk svo með hestamannahófi í Selinu um kvöldið, þar sem maður var manns gaman, yfir þriggja rétta glæsilegum kvöldverði.  Og stigu hestamenn og konur síðan dansinn fram eftir nóttu. 

 

Kristján Sigtryggsson á stóðhesti sínum

Djákna á Mývatn Open 2011                             Verðlaunaafhending í tölti A -

 

 

Þjálfi 2011 - að lokum:

Skráðir félagar í Þjálfa eru samtals 134 og þar af eru 63 yngri en 21 árs.

Stjórnarfundir urðu alls 5 á árinu.  Aðalfundur var haldinn  10. maí  2011 og ný stjórn kosin.  Þjálfi sendi 2 fulltrúa á landsþing Landssambands Hestamanna, sem haldið var á Akureyri í nóvember.  Fulltrúar Þjálfa voru Bryndís Ívarsdóttir og Árný Hulda Sæmundardóttir. 

 

Að öðru leiti viljum við minna á heimasíðu Þjálfa, www.123.is/thjalfi

og  Facebook síðu æskulýðsnefndarinnar,   Æskulýðsstarf Þjálfa.

Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480140
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 11:13:36
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar