Hestamannafélagið Þjálfi

Fundargerðir

Aðalfundur Hestamannafélagsins Þjálfa, haldinn á Staðarhóli, 2. maí 2012

Fundargerð:

Á fundinn mættu 19 manns.  Formaður kosinn fundarstjóri, ritari fundarritari. 

1. Ritari las upp skýrslu stjórnar fyrir 2011.  Er aðgengileg hér á síðunni. Engar umræður.

2.  Gjaldkeri lagði fram ársreikning félagsins.  Umræður.  Bent var á að æskilegt væri að ísmótsnefnd héldi  utanum fjármál ísmótsins og skilaði sérstaklega til gjaldkera, til að fá betri yfirsýn yfir útgjöld mótsins.

3.  Formaður las upp hverjir hefðu gengið úr félaginu (11 manns) og í félagið gengu 28 manns, þar af 16 börn yngri en 16 ára.  Skráðir félagar í Þjálfa eru nú 140.

3.  Kosning stjórnar.  Formaðurinn, Marinó J. Aðalsteinsson, gaf kost á sér áfram og klöppuðu fundarmenn fyrir því.  Kosið var um 2 nýja menn í stjórn, Erlingur Ingvarsson gaf kost á sér áfram og hlaut hann kosningu.  Snorri gaf ekki kost á sér áfram, eftir 2 ára setu og var Benedikt Arnbjörnsson kosinn í hans stað.  Kristján Sigtryggsson verður áfram fyrsti varamaður í stjórn og Kristján Snæbjörnsson annar varamaður í stjórn.  Kristján Snæbjörnsson verður áfram reiðvegafulltrúi Þjálfa, með stjórnina sem bakland.  Kristján Sigtryggsson gefur kost á sér í eitt ár enn, sem fulltrúi Þjálfa í stjórn Grána  ehf. sem á og rekur hina nýju Bústólpareiðhöll. Skoðunarmenn reikninga eru Úlfar Vilhjálmsson og Kristján Snæbjörnsson.  Kjósa þurfti 2 fulltrúa á landsþing LH, sem haldið verður í haust.  Formaður er sjálfkjörinn, en auk hans voru kosin Benedikt Arnbjörnsson og Bryndís Ívarsdóttir.  Varamenn á þingið voru kosnir 1. varamaður Erlingur Ingvarsson, 2. varamaður Baldvin Kr. Baldvinsson og 3. varamaður Gunnar Óli Hákonarson. 

4.  Skipan í nefndir fyrir 2012 og 2013.  Dreift var blaði með tillögum um skipan í nefndir.  Haft var samband við formenn nefnda, en bréf verður sent til allra nefndarmanna á næstu dögum, en einnig sett inná heimasíðu félagsins.

5.  Önnur mál. 

a) Lögð fram ályktun um "Tilitssemi kostar ekkert" - ábendingu til samfélagsins alls um að sýna fólki á hestbaki, smáu sem stóru, tilllitsemi en skeitingarleysi er þar of oft haft í frammi.  Samþykkt einróma, eftir að bætt var við, "sem og gangandi og hjólandi vegfarendum", sem höfði þá til stærri hóps.   Verði þessi samþykkt send á alla fjölmiðla svæðisins og auglýsingabæklinga.  Einnig sent á Bændablaðið.

b) Reiðvegamál.  Reiðvegafulltrúi Þjálfa stiklaði á stóru um hvað væri á döfinni í lagfæringum reiðvega.  Á s.l. ári var gerð um 400 m. Girðing við Öndólfsstaði og ræsi lagað.  Verið væri að laga reiðveg við Ljósavatn, sem er hluti af stofnleið félagsins, Einarsstaðir - Háls, en LH beindi þeim tilmælum til aðildarfélaga að leggja áherslu á stofnleiðir á sínum félagasvæðum.  Reiðleið um Vaglaskóg hefði verið löguð á s.l. ári og til stæði að setja þar upp merkingar.  Umræður urðu nokkrar og ábendingar um aðrar lagfæringar, eins og hættulega blindhæð við Húsabakka og einnig að gaman væri að laga gamla reiðleið um mið Aðaldal  = Miðdalinn)

c) Landsmótsmál.  Formaður greindi frá að úrtaka félagsins á landsmótið í Reykjavík yrði með sama hætti og áður, með Létti á Akureyri.  Lágmörk þau sömu, 8,20 í fullorðinsflokki og 8,00 í yngri.  Samþykkt var á síðasta stjórnarfundi 12. Apríl s.l. að styrkja hvern landsmótsfara um 25.000 kr. (fullorðins, ungmenna, unglinga, barna).

d)  Einarsstaðavöllur.  Á velli félagsins voru gerðar umtalsverðar endurbætur s.l. sumar og er meiningin að halda þeim áfram.  Örn á Einarsstöðum hefur boðist til að mála húsin á svæðinu (dómaraskúr og hús snyrtingar/sjoppu) og tökum við því fagnandi.  Einnig er fyrirhugað að halda "vinnudag" í byrjun júní með ungum sem öldnum félagsmönnum og taka til hendinni á svæðinu, úti sem inni.

e)  Bústólpahöllin.  Aðalfundur Grána ehf., sem á og rekur höllina verður haldinn á næstu vikum.  Þar geta menn kynnt sér stöðu byggingarinnar.  Formaður fór yfir verðskrá hallarinnar og rætt var um að  gefa þyrfti út verð fyrir námskeið sem haldin yrðu í höllinni á vegum félaganna.  Brýnast er að klára hesthús í höllinni, þar sem ekki er hægt að láta hrossin standa á kerrum við höllina.  Beinir þeim tilmælum til félagsmanna að koma þar að, með sjálfboðavinnu, þar sem hesthús sé forsenda þess að Þjálfamenn geti notað sér höllina.  Umræður jákvæðar.

f)  Einarsstaðamót, fyrirkomulag mótsins, með tilliti til kostnaðar og innkomu.  Nokkrar umræður urðu um fyrirkomulag aðgangseyris, (innskot: Stjórnin samþykkti á fundi sínum s.l. haust að gestir á mótinu 67 ára og eldri, muni ekki greiða aðganseyri)  - hvort taka ætti upp væg skráningargjöld, -ruka fyrir hagagöngu (næturgjald á hestana, en þá þarf vörslu/umsjónarmann), -etv. rukka fyrir aðstöðu á tjaldsvæði (en tjaldsvæðið er ekki í eigu Þjálfa), eða hafa  þetta eins og áður.  Séð verður frammá að dómarakostnaður mun hækka töluvert miðað við nýjar reglur dómarafélagsins.  Fundarmenn vildu skoða alla möguleika og beina málinu til stjórnar og Einarsstaðamótsnefndar.

 

Fleira ekki rætt.  Ritara þakkaðar veitingar góðar og fundi slitið kl. 22:45

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar