Hestamannafélagið Þjálfi

Ársskýrsla stjórnar

Hestamannafélagsins Þjálfa 2013

 

 

 

 

 

Starfsárið 1. janúar  2013 - 1. janúar  2014

 

 

 

 

 

 

Stjórn Þjálfa2013:

Marinó Aðalsteinsson -Formaður, netfang: marinoj@hive.is
Erlingur Ingvarsson - vara formaður, netfang:erlinguri@gmail.com
Benedikt Arnbjörnsson - meðstjórnandi s. 8627703
Hanna Rún Jóhannesdóttir - gjaldkeri, netfang: hannajohannesd@gmail.com
Bryndís Ívarsdóttir -ritari, netfang:
 stadarholl@simnet.is

 

 

Aðrar nefndir Þjálfa: 

Einarstaðamót: hefur umsjón með framkvæmd Stórmóts Þjálfa á Einarsstöðum.

Óli Antonsonformaður   

Böðvar Baldursson
Agnar Kristjánsson

Sigrún Hermannsdóttir

Sigríður Atladóttir

Guðmundur Skarphéðinsson

Arnar Ingi Sæþórsson

 

Firmakeppni: hefur umsjón með framkvæmd Firmakeppni Þjálfa á Einarsstöðum

María Einarsdóttir,formaður 

Snorri Kristjánsson

Þráinn Ómar Sigtryggsson

Karen Hrönn Vatnsdal

 

Vallarnefnd: hefur umsjón meðfélagssvæði Þjálfa á Einarsstöðum.

Kristján Sigtryggsson

Úlfar Vilhjálmsson

Reiðvega nefnd: hefur umsjón meðreiðvegum; viðhaldi og nýjum á félagssvæði Þjálfa.

Kristján Snæbjörnsson

( reiðvegafulltrúiÞjálfa, með stjórnina sem bakland.)

 

Mývatn open 2013:  hefur umsjón með framkvæmd Ísmóts Þjálfa í Mývatnssveit.

Marinó Aðalsteinsson,formaður 8960593

Erlingur Ingvarsson

Gunnar Óli Hákonarson

Birna Hólmgeirsdóttir

Ásdís ErlaJóhannesdóttir
Úlfar Vilhjálmsson

 

Aðalfundur var haldinn 11. apríl2013 og ný stjórn kosin, en Þórarinn Illugason hætti sem gjaldkeri ístjórn.  Stjórnin hélt 2 stjórnarfundi á árinu,en annars var starfsemi félagsins með hefðbundnu sniði.  2 félagar Þjálfa fóru á ársþing HSÞ áGrenivík þann 10. mars.  Reynst hefurmjög vel að setja upp nefndir fyrir félagið, fyrir aðalfund, sem síðan erdreift til allra nefndarmanna.  Nefndarfundireru síðan haldnir með formönnum og formanni Þjálfa, þannig að vinnsla allramóta er skilvirkari fyrir vikið.  Félagarí hestamannafélaginu Þjálfa eru 140, þar af 62 yngri en 21 árs, sem verður aðteljast einstaklega gott.

 

 

 

Mývatn Open;

Er ísmót Þjálfa, haldið á tjörninni við Skútustaði.  Mótið var haldið í 11. sinn helgina 22. og  23. febrúar 2013. Þetta er ekki hin venjulegahelgi fyrir mótið, en eigendur SEL Hotel Mývatn gátu ekki tekið við gestummótsins, aðra helgi í mars, þar sem hótelið varð fullbókað.  Farinn var hópreiðtúr á ísilögðu Mývatni áföstudeginum og fengu allir hressingu út í eyju áður en snúið var við. Alltafmjög skemmtilegur og hressandi reiðtúr og í ár tóku yfir 50 hestar og knaparþátt. Alls voru 74 skráningar á Mývatn Open og keppt að venju í  tölti (2 flokkar meira og minna vanir)sérstakri góðhestakeppni og skeiði. Góðhesta keppni var nýjung hjá Þjálfa, enhún er með svipuðu fyrikomulagi og stóðhestakeppnin hefur verið en nú er opiðfyrir alla "góðhesta"  prógramið er riðið þannig að fyrstaferð: hægt tölt og milliferðar tölt til baka, önnur ferð: brokk og yfirferð tilbaka (og má þá knapi velja milli skeiðs og tölts)  þriðja ferð: frjáls báðar leiðir, þar semknapinn getur sýnt allt það besta sem hesturinn hefur upp á að bjóða

 

Lífleg verðlaunaafhending í kaffisamsæti í Selinu.  Mývatn Open er styrkt af fjölmörgumfélagasamtökum og einstaklingum á Norðurlandi og vegleg verðlaun í boði.  Mótinu lauk svo með hestamannahófi í Selinuum kvöldið.

 

 

 

         

          Birna Hólmgeirs.- Mývatn Open 2013                                        Mývatn Open 2013

 

         

         Erlingur Ingvarsson -Myvatn Open2013             Kristján Sigtr. - Myvatn Open 2013

 

 

Nefndarmönnummótsins, svo og styrktaraðilum eru þökkuð vel unnin störf og styrkir.

 

      

Verðlaunaafhending tölt B.  Myvatn Open 2013      Verðlaunaafhending tölt A Myvatn Open 2013

 

 

 

Einarstaðamót - Stórmót Þjálfa:

Einn helsti viðburður félagsins var að vanda Einarsstaðamótið,sem haldið er á félagssvæðinu á Einarsstöðum í Reykjadal aðra helgina í águstár hvert.   Þetta árið einkenndist kannskiofurlítið af því, að marga "hefðbundna" þátttakendur vantaði, þar  sem margir fóru á heimsmeistaramót íslenskahestsins í Berlín.  Mótið var haldið 10. og11. ágúst. 

Kepptvar í: tölti 42 skráningar,  A-flokki 29 skráningar, B-flokki 41 skráning,  barnaflokki 16 skráningar, unglingaflokki 11skráningar  og ungmennaflokki 9skráningar.  Og einnig var keppt íöldungaflokki 3 skráningar og skeiði 14 skráningar. 

 

Hefur þetta mót farið vaxandi hin síðustu ár og er þettaeitt vinsælasta hestamannamót á Norðausturlandi og komin hefð á að ríða íEinarsstaði, gjarnan öll fjölskyldan og taka þátt í mótinu.  Hefur félagið ekki haft skráningargjöld,heldur einungis aðgangseyrir á mótið. 

 

Ekki er hægt að halda mót af slíkri stærðargráðu,öðruvísi en að félagsmenn taki höndum saman og leggi fram mikla sjálfboðavinnu.  Eitthvað var flikkað uppá félagssvæðið;vallarhúsið og snyrtingar,  en félagiðfór í miklar framkvæmdir á umgjörð Einarsstaðavallarins árið 2011. Um kvöldiðvar svo að venju grillað við völlinn, fyrir keppendur og gesti (stórtsamkomutjald var reist fyrir mótið) og brekkusöngur á sínum stað.  Veðrið fádæma gott eins og alltaf.   Mótið tókst vel í alla staði og erunefndarmönnum mótsins þökkuð vel unnin störf.

 

 

 

Firmakeppni:

25. ágúst 2013 var hin árlega  Firmakeppni  Þjálfa. Þar styðja fjölmargir aðilar í S-Þing. við félagið, en þetta mót erhelsta mótið fyrir ALLA félagsmenn, unga sem aldna.  Elsti keppandinn var 75 ára og yngsti 6 ára,alls 25 skráningar.

 

 

Reiðnámskeiðí Torfunesi 10. Febrúar 2013 - 19 krakkar mættir.

 

 

 

Æskulýðsdeild ÞJÁLFA 2013

 

 

Stjórnina2013  skipuðu:

 

GunnarÓli Hákonarson - formaður

FriðrikJakobsson

BirnaHólmgeirsdóttir

SigríðurAtladóttir

BryndísÍvarsdóttir

 

         Starfsárið hófst með aðalfundi æskulýðsdeildarinnar16. janúar og hann sóttu yfir 20 manns. Skipuð var ný stjórn og starfið framundan rætt.  Síðan höfðum við hitting 30.janúar í Dalakofanum, þar sem viðborðuðum pizzu saman og horfðum á mynd. Góð mæting og mæltist vel fyrir að brjóta starfið aðeins upp.  Dagskráin framundan rædd.

 

         Reiðnámskeið var haldið í Torfunesi 9.Og 10. febrúar með 20 börnum og 24. febrúar  með 17 börnum, semsé mjög góð aðsókn.   Kennari var ÞórdísAnna Gylfadóttir, reiðkennari á Hólum.  Hópunum var skipt niður eftir getu (og aldri)og tókst með ágætum.  Margir voru aðstíga sín fyrstu spor og áhuginn mikill. Hestar fengust hjá Baldvini í Torfunesi og fleirum í"æskulýðsfjölskyldunni"....

 

Næsta námskeið var 16. mars með 10 börn og leiðbeinendur voru Baldvin og BirnaHólmgeirs.  17. mars var síðan námskeið með Þórdísi Önnu, fyrir lengra komna krakkaog fullorðna.

 

Síðasta námskeiðið með Þórdísi Önnu var svo 25. apríl með 14 krökkum.  Á þessari þátttöku má sjá að gróskan íæskulýðsstarfinu er mikil.

Þetta hefst með góðu samstarfi staðarhaldara í Torfunesi,foreldrum barnanna og stjórn æskulýðsdeildarinnar.  Þessi samvinna "æskulýðsfjölskyldunnar" er aðskila sér í frábæru starfi og þátttöku ungra barna á svæði Þjálfa.  Þjálfi styrkti æskulýðsdeildina um 300 þús.árið 2013 og hefur sá peningur aðallega verið notaður til að greiða niður leiguá höllinni, hestum og búnaði, þar sem aðeins brot af krökkum á násmkeiðunum ermeð eigin hest.  Við sóttum um styrki hérog þar, m.a. hjá Þingeyjarsveit en fengum enga þetta árið.

 

Til viðbótar við framanskráð, tóku 15 pollar, börn ogunglingar þátt í Firmakeppni Þjálfa þann 25. ágúst. 

 

Að öðru leiti viljum við minna á heimasíðu Þjálfa,www.123.is/thjalfi

og  Facebook síðu æskulýðsnefndarinnar,   ÆskulýðsstarfÞjálfa.

 

Staðarhóli í apríl   2014

Bryndís Ívarsdóttir , - ritari

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480140
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 11:13:36
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar