Hið árlega ísmót Mývatn Open verður haldið laugardaginn 17. mars 2018 á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit. Keppnisgreinar að þessu sinni eru A-flokkur, B-flokkur, tölt (1. og 2. flokkur) og Skeið.
Á föstudeginum býður hestamannafélagið Þjálfi í reiðtúr á ísilögðu Mývatni þar sem boðið verður upp á samlokur og heitt kakó úti í eyju - allir hjartanlega velkomnir (ekkert þátttökugjald).
Nánari upplýsingar um mótið, reiðtúrinn og skráningar munu birtast á heimasíðu hestamannafélagsins Þjálfa þegar nær dregur móti.
Mótanefnd