Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2017 Mars

11.03.2017 20:44

Mývatn Open Úrslit

Mývatn Open fór fram í blíðskapar veðri á Stakhólstjörn í Mývatnssveit í dag þar sem gleðin var við völd. Knapar mættu prúðbúnir og tilbúnir til leiks og sýndar voru frábærar sýningar. Skráningar hafa aldrei verið fleiri.

Hestamannafélögin Grani og Þjálfa óska knöpum til hamingju og þakka áhorfendum fyrir komuna og starfsfólki og samstarfsaðilum fyrir frábært starf.

Niðurstöður mótsins voru eftirfarandi:

B-flokkur, 2. styrkleikaflokkur:

Inline images 1

 1. Egill Már Vignisson, Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga, 8,44
 2. Tryggvi Höskuldsson, Flugar frá Króksstöðum, 8,23
 3. Sigurjóna Kristjánsdóttir, Dimmir frá Hellulandi, 8,20
 4. Steingrímur Magnússon, Blesi frá Skjólgarði, 8,00
 5. Guðmundur Hjálmarsson, Einir frá Ytri Bægisá, 7,86

 

B-flokkur, 1. styrkleikaflokkur

Inline images 2


 1. Skapti Steinbjörnsson, Oddi frá Hafsteinsstöðum, 8,90
 2. Viðar Bragason, Lóa frá Gunnarsstöðum, 8,76
 3. Atli Sigfússon, Segull frá Akureyri, 8,49
 4. Magnús Bragi Magnússon, Hrafnfaxi frá Skeggstöðum, 8,47
 5. Ragnar Stefánsson, Vaka frá Litla Dal, 8,46

 

Hraðaskeið

Inline images 3

 1. Svavar Hreiðarsson, Hekla frá Akureyri, 45 km/klst
 2. Svavar Hreiðarsson, Jóhannes Kjarval frá Hala, 43 km/klst
 3. Svavar Hreiðarsson, Flugar frá Akureyri, 42 km/klst
 4. Ragnar Stefánsson, Hind frá Efri-Mýrum, 40 km/klst
 5. Kristján Sigtryggsson, Fluga frá Hellulandi, 37 km/klst

A-flokkur, 2. styrkleikaflokkur

Inline images 4

 1. Kristján Þorvaldsson, Syrpa frá Sámsstöðum, 8,02
 2. Hreinn Haukur Pálsson, Dáð frá Hólakoti, 7,18

 

A-flokkur, 1. styrkleikaflokkur

Inline images 5

 1. Magnús Bragi Magnússon, Snillingur frá Íbishóli, 8,56
 2. Guðmundur Karl Tryggvason, List frá Syðri-Reykjum, 8,42
 3. Jóhann B. Magnússon, Fröken frá Bessastöðum, 8,36
 4. Skapti Steinbjörnsson, Skál frá Hafsteinsstöðum, 8,34
 5. Gestur Freyr Stefánsson, Sæmd frá Höskuldssstöðum, 8,30

 

Tölt, 2. styrkleikaflokkur

Inline images 6

1. Egill Már Vignisson, Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga, 6,67

2. Vala Sigurbergsdóttir, Krummi frá Egilsá, 6,50

3. Tryggvi Höskuldsson, Flugar frá Króksstöðum, 6,17

4. Guðbjartur Hjálmarsson, Hulinn frá Sauðafelli, 6,17

5. Guðmundur Hjálmarsson, Svörður frá Sámsstöðum, 6,0

 

Tölt, 1. styrkleikaflokkur

Inline images 7

 1. Skapti Steinbjörnsson, Oddi frá Hafsteinsstöðum, 7,83
 2. Viðar Bragason, Lóa frá Gunnarsstöðum, 7,50
 3. Ragnar Stefánsson, Vaka frá Litla-Dal, 7,0

4.      Atli Sigfússon, Segull frá Akureyri, 6,50

5.      Guðmundur Karl Tryggvason, Skriða frá Hlemmiskeiði, 6,50

04.03.2017 11:00

Mývatn Open

Ísmótið Mývatn Open verður haldið helgina 10.-11. mars 2017 á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit. Keppt verður í A flokk, B flokk, tölti (2 styrkleikaflokkar), og hraðaskeiði þar sem sá sem fer hraðast samkvæmt radarmælingu lögreglu sigrar!

Hestamannafélögin Grani og Þjálfi bjóða í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó úti í eyju. 

 

Dagskrá: 

Föstudagur 10. mars

Hópreið um Mývatn kl. 16:30. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Hópreiðin fer frá á Stakhólstjörn hjá Sel-Hótel Mývatni. 

Bílastæði eru við Sel-Hótel Mývatn

 

Laugardagur: 

 

10:00 B-flokkur, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit. 

 

Hraðaskeið. Lögreglan mælir hraðann og sá sem nær mestum hraða sigrar!

 

A-flokkur, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit. 

 

Tölt, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit

 

Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði hjá Sel-Hótel Mývatn. 

 

Að kvöldi laugardags verður hestamannahóf á Sel-Hótel Mývatni. 

 19:30 Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins, videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi. 

 20:30 Kvöldverðarhlaðborð - öllum opið. Verð: 5.900,-

 thjalfiskraningar@gmail.com

Skráningar í keppni sendist á netfangið hildurv83@gmail.com. Skráningarfrestur er til kl. 20:00 miðvikudaginn 8. mars. Eftirtalið þarf að koma fram í skráningu: Keppnisgrein, styrkleikaflokkur, nafn knapa, nafn hests, litur, aldur, faðir og móðir. 

Þeir sem ekki geta sent skráningu sína með tölvupósti geta haft samband við Hildi í síma 867-6500. 

Skráningargjald er 2.500 kr. á hverja skráningu, greiðist inn á reikning 1110-26-138, kt. 480792-2549. Vinsamlegast komið með kvittun eða sendið á netfangið hildurv83@gmail.com. Taka verður fram fyrir hvaða hest og knapa er verið að greiða. Ekki verður posi á staðnum þannig að fólk er beðið að greiða inn á reikninginn eða hafa annars reiðufé meðferðis. 

 

Bókanir í kvöldverð fara fram hjá Sel-Hótel Mývatn í síma 464-4164 eða myvatn@myvatn.is

 

Þeim gestum og keppendum sem þurfa hesthúspláss er bent á að hafa samband við Ásdísi í síma 861-0274.

 

Fjölmennum og höfum gaman saman!

 

Styrktaraðilar mótsins eru meðal annars Sel-Hótel Mývatn, Mýflug, RUB23, Jarðböðin, Daddi's Pizza, Hikeandbike, Vogafjós, Skútustaðahreppur, Saltvík hestamiðstöð, FerroZink, Lífland, Bústólpi, Íslenskt.is, Purity Herbs, Hótel Kea, Kaffi Borgir, Bautinn og Eagle Air.

 

Hestamannafélögin Grani og Þjálfi

 • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480123
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:41:45
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar