Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2017 Febrúar

28.02.2017 10:07

Stíur í Búsólpahöllinni

Kæru félagar . Nú er komin dagbók uppi höll (hangir á stíju snaga) sem ætluð er til að skrá sig í ef þarf að geyma hest / hesta yfir nótt. Nánari upplýsingar eru á bókinni. Athugið að einungis korthafar hafa þann rétt. Öll námskeið ganga fyrir með notkun á hesthúsinu. Bkv. Lilja formaður Grána ehf.

10.02.2017 10:42

Mývatn Open

Hið árlega ísmót Mývatn Open verður haldið laugardaginn 11. mars 2017 á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit. Keppnisgreinar að þessu sinni eru A-flokkur, B-flokkur, tölt (1. og 2. flokkur) og hraðaskeið. Vegleg verðlaun.

Á föstudeginum bjóða hestamannafélögin Þjálfi og Grani og Sel-Hótel Mývatn í reiðtúr á ísilögðu Mývatni þar sem boðið verður upp á samlokur og heitt kakó úti í eyju - allir hjartanlega velkomnir (ekkert þátttökugjald).

Nánari upplýsingar um mótið, reiðtúrinn og skráningar munu birtast á heimasíðum hestamannafélaganna Þjálfa og Grana.

Mótanefnd  

  • 1
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar