Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2016 Janúar

27.01.2016 22:54

Heyefnagreining

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Heyefnagreining 1. Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.

Heyefnagreining 3. Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar.

Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen.

Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.

Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.

Getum einnig útvegað leiðbeiningu ef óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).

Þið þurfið að senda okkur sýni fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir 20. hvers mánaðar. Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri.

Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá.

Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk.

Blóðgreiningar.

Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur.

Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden. Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk.

Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar. Auðvelt er að geyma sýnin fryst.

Vinsamlega sendið sýnin til:

Efnagreining ehf

Ásvegi 4, Hvanneyri

311 Borgarnes

Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.

12.01.2016 19:28

Fyrirlestur

Kristín Lárusdóttir heimsmeistari verður með fyrirlestur fyrir börn og unglinga í Grunnskóla Húsavíkur ,sem heitir Þokki og ég ,laugardaginn 16. Jan nk kl: 11
Kristín er menntaður reiðkennari frá Hólum. 
Hún er Íþróttaknapi ársins 2015.
Kristín átti hug og hjörtu allra hestamanna þegar hún sigraði í tölti á heimsmeistaramótinu í Herning 2015 á Þokka frá Efstu-Grund, ásamt því að vera 5. í A-úrslitum í fjórgangi á HM. Hún og Þokki gerðu góða hluti í vor á keppnisbrautinni, m.a. var hún í 2. sæti í tölti á Íslandsmóti og náðu góðum árangri í bæði tölti og fjórgangi.
Það kostar 1000 kr inn og pizza í boði á eftir.
Við hvetjum öll börn og unglinga með áhuga á hestum og íþróttum til að koma.

Æskulýðsnefndir Þjálfa og Grana.

04.01.2016 18:13

Námskeið í Reiðhöllinni 16-17 jan 2016

Námskeið framundan í reiðhöllinni tekið af síðu Grana.

Halló :
Nú er síðasti séns að skrá sig á námskeið hjá Kristínu Lár, hún kemur 16-17 jan ef næg þáttaka næst.
Skráið ykkur hjá Lilja Hrund Harðardóttir í síma 8663060
Eða á liljahrund@live.com
Síðasti skráningardagur fimmtudagur 7.jan

04.01.2016 18:09

Gjaldskrá í reiðhöllina.

Stjórn reiðhallarinnar ákvað breytingar á gjaldskrá reiðhallarinnar fyrir árið 2016 Helstu breytingar eru þær. Árskort gilda frá kaupdegi. Hálfsárs kortin eru nýjung og verða í boði,því það eru margir sem einungis hafa hross á húsi frá áramótum og fram á vor. Gjaldskrá fyrir árið 2016 Félagsmenn Árskort einstaklings: 30.000 kr. Árskort maka: 20.000 kr. Árskort lífeyrisþega: 15.000 Hálfsárskort: 20.000 kr. ( gildir janúar og út júní) Mánaðagjald: 12.000 kr. Börn að 18 ára: gjaldfrítt Stakir tímar í opið hús: 2.500 kr. Leiga á höll: Stakir einkatímar: 5.000 kr. Heill dagur: 25.000 kr. Tveir dagar: 40.000 kr. Þrír dagar: 55.000 kr. Utanfélagsmenn Árskort einstaklings: 36.000 kr. Árskort maka: 23.000 kr. Hálfsárskort: 25.000 Mánaðarkort:15.000 Börn að 18 ára aldri: Gjaldfrítt. Stakir tímar í opið hús: 3.500 kr. Leiga á höll: Stakir einkatímar: 6.000 kr. Heill dagur: 25:000 kr. Tveir dagar: 40.000 kr. Þrír dagar: 55.000 kr. Greiðslureikningur hjá Dísu; Banki: 0192. Hb: 26. Reikningur: 561. Kt: 5607070290. Ef einhver er staðinn að notkun á höll án þess að hafa greitt fyrir kort eða skilar ekki lyklum til húsvarðar eftir að kort rennur út verður stofnuð krafa á viðkomandi í banka sem svarar til upphæðar mánaðarkorts. Lykla og pantanir og á höll afgreiðir húsvörður, Íris Myriam s:8679045 Formaður stjórnar Grána ehf er Lilja Harðardóttir S:8663060 liljahrund@live.com
  • 1
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480140
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 11:13:36
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar