Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2015 Júní

11.06.2015 12:27

Karlareið

Þriðjudaginn 16 júní nk verður farið í karlareið. farið verður frá hraunkoti kl 21:00 og í hraunið. boðið verður upp á kakó, ástarpunga og stroh. Kolbeinn mun leiða hópinn og ef einhverjum vantar hest þá hafið samband við Toru í síma 8646471 og hún leysir það :) 

Stjórnin.

11.06.2015 11:57

Úrtaka Fyrir fjórðungsmót

Úrtaka fyrir fjórðungmótið verður haldið með Létti daganna 20-21 júní nk á sama tíma og gæðingakeppninn þeirra fer fram. skráning fer fram í gegnum sportfeng og gjaldið er 4000 á hest. skráning þarf að berast fyrir miðnætti 15 júní nk og er slóðinn hér að neðan. nánari uppl er að finna á heimasíðu léttis,  lettir.is 

http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add.


Firmakeppni Þjálfa verður haldin þann 24 júní nk kl 20:00 og hvetjum við alla til að koma og vera með! 


Vinnudagur á Einarstaðavelli verður haldin sunnudaginn 21 júní og ætlum við að gera völlinn kláran fyrir sumarið, við hvetjum alla til að koma og hjálpa til og aldrei að vita nema það verður gert eitthvað skemmtilegt í lok vinnudags :)

Stjórnin 

02.06.2015 15:30

Fjölskyldudagurinn í Bústólpahöllinni

Fjölskyldudagurinn var haldinn af Þjálfa og Grana í Bústólpahölinni og heppnaðist dagurinn vel, allir sem mættu hafa vonandi farið heim með bros á vör! allavega gerðu þeir það sem stóðu að þessum viðburði og eiga þær konur alveg heiður skilið! Takk fyrir :)

Framundan er stefnan tekin hátt og vonandi eigum við eftir að framkvæma allt sem okkur langar til að gera og fá fullt af fólki með okkur.. miða við undanfarin ár þá er þetta talið vera bjartsýni en maður kemst ekkert langt í lífinu án hennar! í verstafalli þá verður bara góð mæting hjá stjórninni á alla viðburði og við segjum frá því eftir á hérna á síðunni og þið komið bara með að ári því ekkert er svo slæmt að ekki er hægt að prufa aftur :)

Á félagatalinu er meiri hluturinn börn og sjáum við fram á gott æskulýðsstarf..

Kvennareiðin er svo á þriðjudaginn 9 júní kl 20:00 og minni ég á að ef einhverja vantar hross þá endilega hafið samband við okkur stjórnina eða bara beint við Toru á Hraunkoti í síma 8646471.

úrtaka fyrir fjórðungsmót, fjórðungsmótið á austurlandi, grilldagur,firmamót og Einarstaðamót svo eitthvað sé nefnt framundan og svo nátturlega Karlareið ef áhugi er fyrir hendi ;) 

Stjórnin.
  • 1
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar