Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2015 Apríl

27.04.2015 22:21

Bústólpahöllin - gjaldskrá

Frá stjórn Bústólpahallarinnar

Stjórn reiðhallarinnar ákvað breytingar á gjaldskrá reiðhallarinnar fyrir árið 2015.
Helstu breytingar eru þær: 
- Árskort gildir í eitt ár frá greiðslu en er ekki almanaksárið eins og var.
- Boðið er uppá mánaðarkort á 12000kr-. (ef einstaklingar vilja uppfæra mánaðarkort í árskort gildir aðeins 50% þ.e. 6000kr af mánaðarkortinu upp í árskort og gildir þá árskortið frá þeim mánuði sem mánaðarkortið var keypt.)
- Gjaldskrá vegna helgarnámskeiða er breytt. Einn dagur kostar 25000kr. Tveir dagar 40000kr. Og þrír 55000kr.

Gjaldskrá fyrir árið 2015

Félagsmenn
Árskort einstaklings: 30.000 kr.
Árskort maka: 20.000 kr.
Árskort 16-18 ára: 20.000 kr.
Mánaðagjald: 12.000 kr.
Börn að 16 ára: Gjaldfrítt í fylgd korthafa.
Stakir tímar í opið hús: 2.500 kr.
Stakir einkatímar: 5.000 kr.
Heill dagur: 25.000 kr.
Tveir dagar: 40.000 kr.
Þrír dagar: 55.000 kr.


Utanfélagsmenn
Árskort einstaklings: 36.000 kr.
Árskort maka: 23.000 kr.
Árskort 16-18 ára 23.000 kr.
Mánaðarkort: 15.000 kr.
Börn að 16 ára aldri: Gjaldfrítt í fylgd korthafa.
Stakir tímar í opið hús: 3.500 kr.
Stakir einkatímar: 6.000 kr.
Heill dagur: 25:000 kr.
Tveir dagar: 40.000 kr.
Þrír dagar: 55.000 kr.

Hægt verður að skipta greiðslum fram til 15.maí. Fyrsta greiðsla verður að vera lágmark 10.000. kr.
Greiðslureikningur hjá Dísu; Banki: 0192. Hb: 26. Reikningur: 561. Kt: 5607070290.

Þeir korthafar sem ekki ætla að greiða árgjald fyrir 15. janúar eru beðnir að skila lyklum ekki síðar en 15 janúar. Lyklum er hægt að skila til Jóns Óla s. 894-2304 og Maríu Mörtu s. 618-7805.

Einnig viljum við benda á að nú þegar hesthúsið í Bústólpahöllinni er fullfrágert hefur stjórn Grána ehf ákveðið að greitt verður fyrir afnot af hverri stíu sé hestur geymdur þar yfir nótt. Þetta á ekki við á námskeiðum eða öðrum viðburðum þegar höllinn er í útleigu.
Gjald fyrir hverja stíju/hest er 1000kr á nótt.

Ath að ekki er heimilt að nota hesthúsið til járninga.

16.04.2015 14:11

Aðalfundur ATH tímasetningu!

Aðalfundur Hestamannafélagsins Þjálfa verður haldinn í Ídölum þriðjudaginn 28. apríl nk. kl. 20:30.

Dagsrká fundarins:

Venjuleg aðalfundarstörf

Vonumst til þess að sjá sem flesta og bjóðum nýja félaga velkomna!

Stjórnin


  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480123
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:41:45
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar