Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2015 Mars

12.03.2015 21:39

Ársþing HSÞ

Ársþing HSÞ verður haldið í Skúlagarði sunnudaginn 15. mars nk. Þjálfi þarf að senda þrjá fulltrúa á þingið og óskum við hér með eftir þremur áhugasömum einstaklingum til þess að fara fyrir hönd félagsins. Það er mjög mikilvægt að við náum að senda þessa fulltrúa þar sem lottótekjur félagsins standa og falla með þátttöku okkar á þinginu.

Þeir sem sjá sér fært að mæta geta haft samband við Marinó í síma 896-0593 eða sent tölvupóst á netfangið: marinoadalsteins@gmail.com

12.03.2015 21:33

Mývatn Open aflýst

Vegna mjög slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa Mývatn Open sem halda átti helgina 13.-14. mars nk.
Mótsnefnd vill þó þakka þeim sem skráðu sig til leiks.


06.03.2015 21:30

Mývatn Open 2015

Ísmót hestamannafélagsins Þjálfa og Sel-Hótel Mývatns verður haldið helgina 13. og 14. mars á Stakhólstjörn  við  Skútustaði. 

Boðið verður í reiðtúr á ísilögðu  Mývatni á föstudeginum,  - allir hjartanlega velkominir (ekkert þátttökugjald).

Að þessu sinni verður keppt í þremur keppnirgreinum, tölti, A- og B-flokki, í hverri grein eru tveir stykrleikaflokkar, 1. og 2. flokkur. Forkeppni beggja flokka verður riðin sameiginelga en sérstök úrslit verða fyrir hvorn flokk.

Dagskrá

Föstudagur 13. mars

Hópreið á ísilögðu Mývatni. Brottför frá flötinni neðan við Álftagerði (Álftabáru)  kl. 16:30 og tekur hún u.þ.b. 2 klst. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó út í eyju.

 Laugardagur 14. mars

Kl. 10:00 

B-flokkur og úrslit (2. og 1. flokkur)

Hádegishlé

A-flokkur og úrslit (2. og 1. flokkur)

Tölt og Úrslit (2. og 1. flokkur)

Verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði í Selinu. 

Kl. 19:30 

Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins,  - videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi.  

Kl. 20:30 

Veisluhlaðborð hefst 

Skráningar berist á netfangið hildurv83@gmail.com í síðasta lagi klukkan 22:00 þriðjudagskvöldið 10. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, styrkleikaflokkur, nafn knapa, nafn hests, litur, aldur, faðir og móðir.

Þeir sem ekki geta sent skráningu sína með tölvupósti geta haft samband við Erling í síma: 461-4762

Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 1110-26-138, kt. 480792-2549 í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 11. mars. Komið með kvittun eða sendið á hildurv83@gmail.com taka fram fyrir hvaða hest og knapa er verið að greiða. EKKI  verður posi á staðnum þannig að við viljum biðja fólk endilega að borga inn á þennan reikning, -eða hafa annars reiðufé meðferðis.

Bókanir í gistingu og mat hjá Sel-Hótel Mývatn í síma 464 4164 eða myvatn@myvatn.is

Þeim gestum og keppendum sem vantar hesthúspláss er bent á að hafa samband við Marinó í síma 896-0593 eða á netfangið marinoadalsteins@gmail.is.

Fjölmennum og höfum gaman saman!

Hestamannafélagið Þjálfi og Sel-Hótel Mývatn  • 1
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar