Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2014 Maí

05.05.2014 22:46

Vormót og lokahóf æskulýðsdeildar Þjálfa í Torfunesi

Þann 1. maí var mikið um að vera í Torfunesi, dagurinn byrjaði á því að krakkar sem hafa sótt námskeið á vegum Þjálfa í vetur sýndu listir sínar inn í reiðhöllinni undir leiðsögn Söndru Marinar reiðkennara. Sýningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar og greinilegt að krakkarnir hafa lært margt og skemmt sér vel í vetur. Því næst voru grillaðar pylsur með öllu tilheyrandi áður en aðalfundur æskulýðsdeildarinnar hófst.

Í stjórn æskulýðsdeildar árið 2014 eru:

Gunnar Óli Hákonarson, formaður

Friðrik Jakobsson

Inga Þórey Ingólsfdóttir

Helga Sigurbjörg Sigurjónsdóttir

Tora Katinka Bergeng

María Einarsdóttir

 

Eftir aðalfundinn var síðan haldið niður á hringvöllinn þar sem veðrið lék við okkur, sól og sumarylur!

Keppt var í pollaflokki, barnaflokki og fullorðinsflokki og var þátttakan með ágætum.

Á heildina litið var dagurinn vel heppnaður og skemmtilegur og vel þess virði að skoða hvort þetta verði ný hefð hjá okkur í Þjálfa.Minnstu pollarnirPollaflokkurBarnaflokkurFullorðinsflokkur


Fleiri myndir koma inn síðar!

05.05.2014 22:30

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Þjálfa var haldinn að Staðarhrauni þann 29. apríl síðastliðinn. Ágæt mæting var á fundinn og í lok fundar var slegið á létta strengi og horft á brot af gömlum myndböndum af stórmótum Þjálfa og Grana.

Stjórn Þjálfa árið 2014 skipa:

Marinó Jakob Aðalsteinsson, formaður

Erlingur Ingvarsson, varaformaður

Hanna Rún Jóhannesdóttir, gjaldkeri

María Einarsdóttir, ritari

Úlfar Vilhjálmsson, meðstjórnandi

 

Eftirtaldir hafa verið skipaðir í nefndir fyrir starfsárið 2014-2015


Einarsstaðamót

 

Marinó Jakob Aðalsteinsson, formaður

Baldvin Kr. Baldvinsson

Guðmundur Skarphéðinsson

Auður Jónsdóttir

Birna Hólmgeirsdóttir

Karen Hrönn Vatnsdal

Sigríður Atladóttir

 

Firmakeppni

 

Þórarinn Illugason, formaður

Benedikt Arnbjörnsson

Anna Guðný Baldursdóttir

Bergþóra Kristjánsdóttir

 

Vallarnefnd

 

Kristján Sigtryggsson, formaður

Böðvar Baldursson

Snorri Kristjánsson

 

Reiðveganefnd

 

Kristján Snæbjörnsson

(Reiðvegafulltrúi Þjálfa með stjórnina sem bakland)

 

Mývatn open 2015

 

Erlingur Ingvarsson, formaður

Gunnar Óli Hákonarson

Úlfar Vilhjálmsson

Ásvaldur Þormóðsson

Ásdís Erla Jóhannesdóttir

05.05.2014 21:41

Tölt og skeið á LM - Þátttökuréttur

Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.

Keppnisnefnd LH vill árétta þau skilyrði sem sett eru vegna þess árangurs sem gildir inn á stöðulistann:

  • Árangur úr T1 í fullorðinsflokkum gildir - ath: frá og með Landsþingi LH 2012, gildir árangur úr T3 ekki
  • Knapar 18 ára og eldri eru gjaldgengir til þátttöku, ef þeir ná árangri í flokki/keppni fullorðinna
  • 30 efstu töltarar landsins eiga þátttökurétt í Landsmótstöltinu
Nú, ekki má gleyma skeiðinu á Landsmótinu. Knapar keppast við að ná góðum tímum í 100m, 150m og 250m skeiði til að vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Þar gildir einfaldlega að tímar þurfa að nást á löglegu móti og fjöldi knapa í skeiðgreinum á Landsmótum er þessi:

  • Í 100m skeiði - 20 bestu tímarnir
  • Í 150m skeiði - 14 bestu tímarnir
  • Í 250m skeiði - 14 bestu tímarnir
Endanlegir stöðulistar í tölti og skeiði verða birtir 22. júní.

Keppnisnefnd LH
  • 1
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar