Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2014 Apríl

24.04.2014 23:01

Vormót Þjálfa í Torfunesi

Æskulýðsnefndin lýkur vetrarstarfinu með vormóti Þjálfa í Torfunesi þann 1. maí kl 14:00
Keppt verður í polla- barna- og unglingaflokki OG flokki fullorðinna!
Grill og gaman, hjá okkur saman.

Aðalfundur æskulýðsdeildarinnar verður haldinn á kaffistofunni kl. 13:00.
Helgina á undan verður reiðnámskeið fyrir börnin, með kúrekaþema!

Krakkar: Þið fáið nánari upplýsingar í tölvupósti.
Þökkum gott samstarf í vetur.

Stjórn æskulýðsdeildar Þjálfa

24.04.2014 22:54

Aðalfundur

Aðalfundur Þjálfa verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 20:30 í Staðarhrauni. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og með því í boði félagsins. Til gamans verða svo sýndar eldri video myndir "brot af því besta" af hestamannamótum, sem félagar hafa fundið í fórum sínum.
Vonumst til þess að sjá sem flesta, nýja og gamla félaga.

Stjórnin

03.04.2014 09:17

Dömudagar

Katrín Sigurðardóttir á Skeiðvöllum býður upp á 3 daga reiðnámskeið fyrir dömur dagana 25, 26 og 27. apríl.

Námskeiðið fer fram í Bústólpahöllinni og hentar öllum dömum, hvort heldur sem er byrjendum eða lengra komnum dömum í keppnishugleiðingum.

Kata hefur áralanga reynslu af reiðkennslu bæði í Svíþjóð, Þýskalandi og hér heima og hafa námskeið hennar fengið góða umsögn og notið vinsælda.

Ert þú dama sem vilt sækja þér uppbyggilega tilsögn í reiðmennsku í skemmtilegum félagsskap? þá eru dömudagar eitthvað fyrir þig, verð aðeins 19.000 kr fyrir alla 3 dagana. Athugið aðeins 8 dömur komast að, fyrstar koma fyrstar fá.

Skráning og frekari upplýsingar veitir Anna Dóra Gestsdóttir í síma 862-8780
  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480123
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:41:45
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar