Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2014 Febrúar

19.02.2014 20:33

Mývatn Open 2014


Ísmót hestamannafélagsins Þjálfa og Sel-Hótel Mývatns verður haldið helgina 7. og 8. mars á Stakhólstjörn  við  Skútustaði. 

Boðið verður í reiðtúr á ísilögðu  Mývatni á föstudeginum,  - allir hjartanlega velkominir (ekkert þátttökugjald).

Eins og í fyrra verður boðið upp á svokallaða "góðhestakeppni" í stað stóðhestakeppninnar þar sem knapar geta mætt með sín uppáhalds hross og sýnt allt það besta sem í þeim býr. Prógrammið er riðið þannig að

Fyrsta ferð: hægt tölt og milliferðar tölt til baka

Önnur ferð: brokk og yfirferð til baka (má þá knapi velja milli skeiðs og tölts)

Þriðja fer: frjáls báðar leiðir

Gefin er einkunn fyrir gangtegundir, fegurð í reið og fjölhæfni og þjálni.

Dagskrá:

Föstudagur 7. mars

Hópreið á ísilögðu Mývatni. Brottför frá flötinni neðan við Álftagerði (Álftabáru)  kl. 16:30 og tekur hún u.þ.b. 2 klst. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó út í eyju.

 Laugardagur 8. mars

Kl. 11:00 

Tölt B.  Hádegishléi verður slepp svo að Tölt A hefst strax á eftir úrslitum í Tölti B 

Tölt A.  

Góðhestakeppni 

Verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði í Selinu. 

Kl. 19:30 

Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins,  - videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi.  

Kl. 20:30 

Veisluhlaðborð hefst 

Kl. 23:30 

Kráarstemning fram á nótt

Skráningar berist á netfangið hannajohannesd@gmail.com í síðasta lagi klukkan 22:00 miðvikudagskvöldið 5. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa, nafn hests, litur, aldur, faðir og móðir.

Skráningargjald eru 3.500. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 1110-26-138, kt. 480792-2549 í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 5. mars. Komið með kvittun eða sendið á hannajohannesd@gmail.com taka fram fyrir hvaða hest og knapa er verið að greiða. EKKI  verður posi á staðnum þannig að við viljum biðja fólk endilega að borga inn á þennan reikning, -eða hafa annars reiðufé meðferðis.

Bókanir í gistingu og mat hjá Sel-Hótel Mývatn í síma 464 4164 eða myvatn@myvatn.is

Þeim gestum og keppendum sem vantar hesthúspláss er bent á að hafa samband við Marinó í síma 896-0593 eða á netfangið marinoj@hive.is.

Sem fyrr verða verðlaunin vegleg!

Fjölmennum og höfum gaman saman!

Hestamannafélagið Þjálfi og Sel-Hótel Mývatn
  • 1
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480170
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 11:44:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar