Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2013 Janúar

29.01.2013 20:12

hittingur

Við í Æskulýðsdeild Þjálfa ætlum að hittast og hafa gaman saman,
miðvikudaginn 30. janúar kl. 18:30 Í Dalakofanum, Reykjadal.
Horfum etv. á "hestamynd" og/eða spilum, borðum pizzu og ræðum starfið framundan.
Allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnin.

20.01.2013 12:44

Mývatn open 2013

Hið árlega ísmót Mývatn open verður haldið í tíunda sinn laugardaginn 23.febrúar á tjörninni
við Skútustaði. Hestamannafélgið Þjálfi býður í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum 
og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt í því að kostnaðarlausu.
Hlökkum til að sjá sem flesta á skemmtilegu móti.
Nánari upplýsingar verða þegar nær dregur á heimasíðu Þjálfa 123.is/thjalfi10.01.2013 22:47

Ótitlað

ÆSKULÝÐSSTARF hestamannafélagsins ÞJÁLFA

Aðalfundur æskulýðsdeildar Þjálfa verður haldinn
í Staðarhrauni, Aðaldal - (við Staðarhól, gamli barnaskólinn),
Kl. 20:00 miðvikudaginn 16.janúar n.k..
Dagsskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, starfið framundan; námsskeið og viðburðir.
Allir hjartanlega velkomnir. Sjáumst hugmyndarík og hress.
Súpa og brauð eins og hver vill í boði staðarins.

Stjórnin.

(Munið: Facebook "Æskulýðsstarf Þjálfa" og Þjálfi heimasíða "123.is/thjalfi")

ATH !!!
fyrirhugað er að halda reiðnámskeið í Torfunesi helgina 9. og 10. febrúar, fyrir
byrjendur og lengra komna. Vinsamlegast látið vita, ef áhugi er hjá ykkar börnum,
á netfangið stadarholl@simnet.is sem fyrst. Takk fyrir. Bryndís s. 8963507
  • 1
Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480123
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:41:45
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar