Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2012 September

23.09.2012 22:43

Námskeið í Torfunesi

Fyrir áramót er margt á döfinni í Torfunesi, verður boðið upp á þó nokkur námskeið með nokkrum kennurum.

En fyrst af öllu verður opið hús hjá þeim laugardaginn 13.október.
Helgarnar 12-14 og 19-21 október verðuð boðið upp á frumtamninganámskeið með Þorsteini Björnssyni kennara á Hólum.
2-4 og 23-25 nóvember sem og 14-16 desember verður boðið upp á knapamerki 1 og 2 fyrir áhugasama þar sem kennari verður Þórdís Anna sem einnig er kennari á Hólum.
Að síðustu helgina 7-9 desember höfum við áætlað námskeið ( möguleiki á einkatímum) með Artemisiu Bertus.
Vonum við að sem flestir nýti sér þessi námskeið með þessum frábæru kennurum.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Baldvin í Torfunesi annað hvort í síma 863-9222 eða á torfunes@gmail.com
Einnig mun koma nánari auglýsing um þessi námskeið öll þegar nær dregur.
  • 1
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar