Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2011 Nóvember

23.11.2011 09:17

Námskeið hjá Mette

Upplýsingar um námskeið hjá Mette laugardaginn 26 nóv í Torfunesi
Þeir sem eru skráðir á námskeiðið eiga að mæta klukkan 09:00, þá mun Metta
skipta í hópa og verður hver hópur í 2x40 mín yfir daginn. Einnig verður
sýnikennsla eða bókleg kennsla um daginn. Við mælum með því að fólk horfi á
hina hópana þar sem það er heilmikill lærdómur. Dagurinn kostar 10.500kr
innifalið í því er kennsla, morgunkaffi og kjötsúpa í hádeginu.

Þeir sem eru ekki skráðir á námskeiðið en hafa áhuga á því að fylgjast með
kennslu geta keypt sig inn. Dagurinn fyrir þá kostar 4.000kr innifalið
morgunkaffi og kjötsúpa í hádeginu. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að skrá
sig annaðhvort í síma 863-9222 hjá Baldvini eða að senda skilaboð í gegnum
facebook.
Kveðja Torfunes :)

22.11.2011 20:07

Aðalfundur æskulýðsfélagsins

ÆSKULÝÐSSTARF hestamannafélagsins ÞJÁLFAAðalfundur æskulýðsdeildar Þjálfa verður haldinn á Staðarhóli (Hlaðan),

Kl. 10:30 laugardaginn 3.desember. Dagsskrá: Venjuleg aðalfundarstörf,

starfið framundan, námsskeið eftir áramót, samvinna við hestamannafélagið

Grana og önnur mál. Allir hjartanlega velkomnir. Grjónagrautur og slátur í hádeginu

í boði stjórnar. Sjáumst hugmyndarík og hress.

Stjórnin

04.11.2011 16:11

Námskeið með Mette

Laugardagana 26.nóvember, 7.janúar, 4.febrúar og 17.mars er ætlunin að halda
námskeið með Mette Mannseth.
Verður það haldið í Torfunesi, Suður-Þingeyjarsýslu.


Nánari upplýsingar er að finna hjá Baldvin í Torfunesi í síma 863-9222 eða á
torfunes@gmail.com
  • 1
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar