Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2011 Júlí

25.07.2011 23:57

Stórmót Þjálfa!

Stórmót Þjálfa

Stórmót Þjálfa á Einarsstöðum verður haldið þann 6. og 7. ágúst. Keppt verður í eftirfarandi greinum: A og B fl, tölti. Ungmenna-, unglinga- og barnaflokki, öldungaflokki og skeiði.  Skráningargjald í tölt er 2500 kr og skeið 1000 kr.

Grill og kvöldvaka verður á sínum stað á laugardagskvöldinu.   

Miðaverð er 3000 kr en 1500 kr ef fólk kýs að koma einungis á sunnudeginum. Allt innifalið ( tjaldsvæði, salernis aðstaða og hólf fyrir hross). Frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Hægt verður að fylgjast með dagskránni á heimasíðu félgassing www.thjalfi.123.is en hún mun liggja fyrir fljótlega.

Tekið er á móti skráningum á netfangið dorakb@hotmail.com og einnig í síma 848-0066. Vinsamlegast notið netfangið en skráningar ykkar verða staðfestar. Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram: grein, nafn hests og knapa, litur, aldur, faðir og móðir hests og eigandi. Skráningu líkur miðvikudaginn 3. ágúst klukkan 22:00.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar