Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2010 Nóvember

16.11.2010 12:53

Æskulýðsstarf

Æskulýðsstarf hestamannafélagsins ÞJÁLFA:

 

Hittumst í reiðhöllinni í Torfunesi á laugardaginn kemur, 20. nóvember kl. 10:00 -13:00

Byrjum með aðalfundi æskulýðsfélagsins, (venjuleg aðalfundarstörf), ræðum starfið framundan,

setjum upp hugmyndabanka (verið óhrædd við að koma með ykkar hugmyndir, - allar skoðaðar..)

Rúsína: Við fáum góðar leiðbeiningar um meðferð og hreinsun reiðtygja, og komið gjarnan með ykkar eigin hluti.

Leðurfeiti og sápa í boði velunnara félagsins. Eru einhver ykkar með reiðfatnað (hvað sem er) sem ekki

eru not fyrir lengur??   Komið með hann og við reynum að koma á hagstæðum skiptum/sölu.

Að vanda, verður boðið uppá hressingu.  Eigum skemmtilega stund saman, skráum nýja félaga.

Allir  velkomnir - sjáumst !!

 

Stjórnin

  • 1
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 226
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 466923
Samtals gestir: 79720
Tölur uppfærðar: 23.2.2019 06:24:09
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar