Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2008 Júní

25.06.2008 17:55

Ásbyrgisferðin

Jæja þá er maður loksins búinn að hafa það af að troða myndum helgarinnar á myndasíðuna og þá líklegast kominn tími til að skrifa smá.

Síðastliðna helgi var farið í stórreiðtúr Austur í Ásbyrgi. Mætti fólk með klára sína, ýmist á kerru eða ríðandi,  á fimmtudagskvöldið (flesta þá en einir 4 komu á kerru um morguninn) í Þeistareyki.
Morguinn eftir var keyrt í Þeistareyki í slyddu og ógeði, en það stytti fljótlega upp.
Klárarnir vour svona alveg í það sprækasta til að byrja með, enda smá kuldahrollur í þeim eftir nóttina. En veðrið bara batnaði og batnaði og að lokum var Bláskógarvegurinn riðinn í alveg bongóblíðu og gleði.
Klárarnir voru svo í dúndur hólfi við Undirvegg aðfararnótt laugardags og fram á sunnudagsmorguninn.
Þá var haldið af stað í Bongóblíðu. Moldargöturnar alveg miljón (ekki hálar af bleytu en það þurrar að það rauk ekki nett úr þeim). Riðum beint frá Undirvegg suðurfyrir Hrútafjöll, yfir Gjástykki, austan við Gæsafjöll og niður í Reykjahlíð (smá breyting frá upprunalega planinu). Gekk ferðin í alla staði mjög vel. En tók samt heila 7,5 tíma.
Þáttakendur 27 hestar, 3 hundar, einn patroll jeppi, Kobbi, Harpa, Hólmgeir, Hulda, Kalli, Óli, Sif, Þóra, Bjarki, Trausti, Eggert, Christiane, Kristján og ég (Bergþóra).
Vona svo bara að myndirnar tali sínu máli (eru í myndaalbúminu Ásbyrgisferðin).

Já og eitt í viðbót. Inná grani.is er hægt að sjá úrslitin á Ásbyrgismótinu og einnig skoða nokkrar myndir af mótinu á myndasíðunni þeirra.  

17.06.2008 20:25

Eftirlitsferð um tilvonandi reiðleið sunnudagsins og skráning á Feykis og Grana mótið

Fór í dag ásamt mági mínum (Héðni Björnssyni) og hundinum hans (Ellu) í eftirlitsferð með reiðleiðum vestan Hrútafjalla og austan Þeistareykja.  Þetta var Fín ferð. Einn slóðar valmöguleikinn alveg orðin dúndur. Annar aðeins of blautur en miklu flottari þannig að maður verður bara að vona eftir smá þurrki... en þetta verður örugglega gott sama hvernig fer. Tók nokkrar myndir í ferðinni og setti inn í albúmið "eftirlitsferð" ef þið hafið áhuga á að kíkja.  
Annars er planið að leggja af stað frá Undirvegg klukkan 11 á sunnudaginn. Ríða beint upp í Hrútafjöll og yfir Gjástykkishraunið (Landsvirkjun búin að gera þokkalegan veg í gegnum það vegna tilraunaboranna). Þá er stefnan að ríða aftur í norður síðan vestur að Vítum og niður að Þeistareykjum. Sú leið er milli 45 og 50 km. Meiriparturinn dúndurmoldargötur

.

Ef þið hafið áhuga á því að keppa á Ásbyrgismótinu þá er síðasti skráningadagur  miðvikudaginn 18. júní og er tekið við skráningu í síma 465-2251/867-1165 Gríma og 465-2169/849-0484 Úlfhildur

17.06.2008 19:51

Bjartasta Landsmótsvonin...


 
Fann svona helvíti fína mynd af Flautu og Erlingi á eidfaxi.is og stal henni...
Vonandi njótið þið og ég verð ekki kærð...

16.06.2008 18:49

Ásbyrgisferðin

Annars þá er örlítil breyting á Ásbyrgisplaninu. Ég er búin að fá tún á Undirvegg sem við getum geimt hestana á. Kostnaðurinn við það er 150kr. per hross per nótt.
Ætla að fara og kanna aðstæður á morgun

16.06.2008 18:43

Úrslit Landsmótsúrtöku

Síðastliðinn laugardag fór úrtaka vor fyrir landsmótið fram.
Þeir sem munu keppa fyrir okkar hönd á landsmótinu eru

B-flokkur: Flauta frá Syðra-Fjalli 1, knapi Erlingur Ingvarsson

Ungmennaflokkur: Karítas frá Lækjamóti, knapi James Bóas Faulkner

Unglingaflokkur: Kóngur frá Miðgrunnd, knapi Karen Hrönn Vatnsdal

09.06.2008 13:17

Úrtaka fyrir Landsmótið

Núna er það loksins komið nokkuð á heint hvernig þetta verður með úrtökuna okkar fyrir landsmótið. Við fáum að taka þátt í Gæðingakeppni Léttis og Funa sem fer fram á Melgerðismelum 14.-15. júní 2008 
 
Ég stal eftirfarandi upplýsingum af vef Léttis. lettir.is (breytti hvert á að senda inn upplýsingar varðandi skráningu) þar er einnig að finna nánari upplýsingar (eins og er veit ég ekki nákvæmlega hvernig verður með skráningargjöldin en það kemur fljótlega í ljós og þá set ég það einnig inn á síðuna)

Keppt verður í A- og B-flokki, unglinga- ungmenna- og barnaflokki, tölti, 100 m, 150 m og 250 m skeiði og 250 m stökki, ef næg þáttaka fæst.

Dagskrá í grófum dráttum:

Laugardagur 14. júní

Forkeppni

Grill

Tölt (um kvöldið)

Sunnudagur 15. júní

Kappreiðar (fyrir hádegi)

Úrslit (eftir hádegi)          

Mótið er sameiginlegt gæðingamót Funa og Lettis og verða riðin ein úrslit. Efstu knapar frá hvoru félagi fá verðlaun eða farandbikar. Keppnin er í leiðinni úrtaka fyrir landsmót og hefur Léttir fimm sæti í hverri grein en Funi 2 sæti. Einkunn úr forkeppni gildir.     
Það þarf að skrá hesta í keppnina í síðasta lagi 10. júní á freddioghalla@visir.is IS númer hests og kennitala knapa auk keppnisgreinar þarf að koma skýrt fram. Einnig þarf að koma framm kennitala eiganda fyrir hesta sem keppa í A og B flokki og hesta sem keppt er á í ungmennaflokki.

     

  

02.06.2008 09:21

Reiðtúrinn í Laxárdal 25. maí

.... ánægjulegur reiðtúr. Það er ekki spurning.
Frábært veður. Alls tóku 12,5 manns þátt í reiðtúrnum. ,5 því að Sigurjóna er í fyrsta lagi tittur... og í öðru lagi reið hún ekki nema hálfa leið.
Mæli með að kíkja á myndir ferðarinnar: Laxárdalurinn með hestamynd í myndaalbúminu
Bara smá frosmekkur hér fyrir neðan...
  • 1
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480079
Samtals gestir: 82320
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 10:10:55
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar