Hestamannafélagið Þjálfi

Færslur: 2008 Maí

24.05.2008 18:23

Tilvonandi reiðtúr

Var að kíkja upp í laxárdalinn. Ekki hægt að segja annað en það líti vel út með morgundaginn
Tók eina mynd og setti hana í Laxárdalsalbúmið

22.05.2008 13:39

Ótitlað

Já og endilega ef að þið lumið á skemmtilegum myndum frá reiðtúrunum í fyrra og kærið ykkur um að þær séu birtar á vefnum, hafið samband við mig

Bergþóra sími 8477199

eða bergthorak@visir.is

 

19.05.2008 15:47

Plan sumarsins :)

Útreiðatúrar Þjálfa það sem eftir lifir sumars!

Sunnudaginn 25. maí klukkan 11:00. Lagt verður af stað frá Brúum í Aðaldal (rétt við Laxárvirkjun en vestan megin við ána). Riðið verður upp í Laxárdal. Áætlað er að ferðin taki um 3 tíma.

Laugardaginn 21. júní halda hestamannafélögin Feykir og Grani opið félagsmót í Ásbyrgi (Eyjadal). Að því tilefni ætlum við að ríða austur. Lagt verður af stað frá Þeistareykjum klukkan 11:00 föstudaginn 20. júní og riðið á mótsstað. Áætlað er að ferðin taki um 4 tíma. Sunnudaginn 22. júní verður síðan lagt af stað klukkan 11:00 frá Ásbyrgi að Þeistareykjum. Áætlað er að ferðin taki 5-6 tíma. Gegn vægri greiðslu er möguleiki að gista í gangnamannakofanum á Þeistareykjum aðfararnótt föstudagsins 20. júní og aðfararnótt mánudagsins 23. júní. Þeir sem hyggjast gista eru vinsamlega beðnir um að láta útreiðanefndina vita fyrir miðvikudaginn 18. júní.

Sunnudaginn 27. júlí klukkan 11:00 verðuð riðið frá Stafni í Reykjadal um nálægar heiðar. Áætlað er að reiðtúrinn taki um 2 tíma.

Sunnudaginn 31. ágúst klukkan 11:00 verður riðið frá Gautlöndum í Mývatnssveit. Riðið verður upp á Sandfell og niður Bjarnastaðaheiðina. Áætlað er að ferðin taki um 2,5-3 tíma.

  • 1
Flettingar í dag: 141
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 118
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 480140
Samtals gestir: 82321
Tölur uppfærðar: 21.4.2019 11:13:36
clockhere

Hestamannafélagið Þjálfi

Staðsetning:

S-þingeyjarsýsla

Tenglar